Ferðalag um heim einhverfunnar
Of oft glíma skynsegin börn við félagslega einangrun og vanlíðan í skólum/leikskólum. Það getur reynst erfitt fyrir hinn fullorðna að skilja og styðja við barnið og aðrir krakkar undrast stundum yfir annars konar hegðun. Þetta var hvatinn minn að því að búa til öðruvísi fræðsluefni sem miðar því skilja hvað liggur að baki viðbrögðum og öðlast samkennd í garð barna sem oft upplifa heiminn sterkt.
Í fyrirlestrinum lærum við ekki aðeins hvað er einhverfa og hvernig hún birtist, heldur einnig hvers vegna. Sem er er lykilatriði til þess að auka samkennd. Fræðslan fer jafnframt fram á gagnvirkan hátt og þátttakendur fá tækifæri á að reyna á eigin skynfærum hvernig það getur verið að skynja heiminn sterkt. Með því er auðveldara að setja sig í spor annarra og þróa með sér virðingu í garð skynsegin barna.
Fyrirlesturinn er settur fram á afar myndrænan og einfaldann hátt til þess að auka líkur á skilning og skemmtanagildi fræðslunnar.
Markmið fyrirlestrarins:
-
Að „normalisera“ það sem virkar öðruvísi
-
Að auka samkennd og skilning fyrir annars konar hegðun og hjálpa börnum að eignast vini
-
Að hjálpa skynsegin börnum að skilja sjálfan sig og bæta þeirra sjálfsmynd
-
Minnka fordóma gagnvart ósýnilegum áskorunum
-
Hjálpa nemendum að læra um fjölbreytileikann
-
Hjálpa kennurum að skilja þarfir barnsins og vera þannig betur í stakk búin til að miðla kennslu á betri hátt
-
Opið og betra andrúmsloft í kennslustofunni
Fyrirlesturinn inniheldur:
-
Myndræna og einfalda fræðslu um hvernig skynfærin okkar virka og hvað gerist þegar þau verða ofurnæm eða vanstillt.
-
Útskýringu á flestum svokölluðum einkennum einhverfunnar
-
Verkfæri og ráð til þess að sýna skilning og aðstoða
Fyrirlesturinn er fyrir:
-
Skóla- og leikskólastarfsfólk
-
Foreldrahópa
-
Nemendur
-
Alla sem láta sig varða fjölbreytileikann og vilja ná betri skilning
Hægt er að persónusniða fyrirlesturinn í samstarfi við barn á einhverfurófi og foreldra þess og kennara til þess að útskýra fyrir bekkjarfélögum eða foreldrahópnum.
Viltu fylgjast með?
Skráðu þig á póstlistann og fáðu upplýsingar um næstu fyrirlestra og námskeið