Fyrirlestrar fyrir vinnustaði
Fjölbreyttir fyrirlestrar sem snúast um samskipti og hafa undirtón af tilfinningagreind. Hér fyrir neðan eru dæmi um fyrirlestra í boði. Sjálfsagt er að klæðskerasníða innihald eftir þörfum þíns vinnustað
Fyrirlestur sem útskýrir hvað tilfinningagreind er og hvers vegna hún er talin mikilvægasta stjórnendahæfnin 2024.
Viltu skilja hvað liggur á bak við erfiða hegðun til þess að geta mætt viðkomandi í samkennd og náð árangri í samskiptum?
Fyrirlestur sem vekur til umhugsunar hvaða áhrif tilfinningalíf okkar hefur á afkastagetu í vinnunni. Er hægt að aðskilja persónulegt líf og vinnulíf?
Praktísk verkfæri til þess að taka erfiðu samtölin og leysa vandamál á vinnustað með árangursríkum hætti.
Fyrirlestur um hvað triggerar okkur í fari annarra og hvers vegna sá sem þú þolir síst, er þín stærsta gjöf. Hress og upplýsandi fyrirlestur fyrir vinnustaði til þess að vekja til vitundar hvaðan triggerarnir okkar koma og hvað við getum gert við þá til þess að líða betur á vinnustaðnum.